Afhverju að bíða með þetta

Það var sagt frá því í fréttum í kvöld að tekjur ríkissjóðs af tóbakssölu væru um 5 milljarðar á ári, en kostnaður vegna sjúkdóma af völdum reykinga væru í kringum 14 milljarðar. Þá spyr ég, afhverju í ósköpunum á ég að þurfa að horfa á eftir stórum hluta af mínum sköttum í að borga fyrir sjúkrahúsvist reykingarmanns sem er búinn að vita það, segjum 30 ár, að hann er að drepa sig hægt og rólega með því að reykja. Ég vill ganga lengra og segja að frá og með næstu áramótum verði sala tóbaks á Íslandi bönnuð.
mbl.is Tóbak verði tekið úr almennri sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Ósk Víðisdóttir Berndsen

Veistu, ég reyki sjálf en ég væri alveg til í að sjá þetta gerast.. þess vegna núna strax. Ég hef oft hugsað hvað þetta væri sniðugt, þá væri ungt fólk ekki að ánetjast þessum fjanda....það er erfitt að hætta en með þessu móti myndi maður actually HÆTTA.. og þá væri ég sátt!!!

Brynja Ósk Víðisdóttir Berndsen, 12.9.2009 kl. 01:27

2 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Sala tóbaks og áfengis er allt of stór þáttur í tekjum ríkisssjóðs... að þetta verði bannað. Ef það yrði bannað að selja tóbak og eða áfengi,einhverntíma í framtíðinni....Hvaðan heldur þú að þessar töpuðu tekjur yrðu teknar? Beint úr þínum vasa með skattaálögum...En eins og ég hef bent á annarsstaðar er sjálfsforræðishyggja örfárra manna og kvenna ekki beint inn á rétta braut í augnablikinu. Að banna rígfullorðnu fólki hvort það megi reykja eða ekki og hvort það megi smakka áfengi eða ekki. Ég segi enn og aftur snúið ykkur að því sem vissulega skiptir máli í dag og ég þarf ekki að nefna það einu sinni...

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 12.9.2009 kl. 03:08

3 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Já miklir eru þessir reiknimeistarar, ég myndi gjarnan vilja sjá samsvarandi tölur yfir það hvað áfengið kosti skattgreiðendur t.d. heilbrigðiskerfið, félagskerfið, hvað það leggur mörg heimili í rúst, hversu líf margra barna bera skaða ævilangt vegna þess, hversu margar nauðganir má rekja til neyslu áfengis, ásamt annarskonar ofbeli, hversu margir leiðast út í annars konar fíkniefnaneyslu vegna þess og svo mætti endalaust telja. Ég væri virkilega fylgjandi því að banna sölu áfengis á íslandi í sparnaðarskyni og fyrir framtíð barna þessa lands.

Hulda Haraldsdóttir, 12.9.2009 kl. 05:18

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Svei ætli ég færi flytji ekki bient úr þessu landi fyrst Ísland er að breytast í sovet ríkijinn

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 12:29

5 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Allavega hér eru nöfninn á fólkinu í þessari tókbaksnefnd

 http://www.lis.is/Groups/Info.aspx?ID=101

Friðrik Páll Jónsson 

Kristinn Tómasson 

Valgerður Á. Rúnarsdóttir 

Lilja Sigrún Jónsdóttir (formaður)

Kristinn Tómasson 

Friðrik E. Yngvason 

Þetta eru opinberar upplýsingar og fólk hefur rétt að vita hverjir eru í þessari nefnd

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 13:09

6 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Heyr, heyr, Hulda Haraldsdóttir.  Svona er lífið og ég tek undir með þér.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 12.9.2009 kl. 13:17

7 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

13:00          Þingsetning: Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands.

Kosning fundarstjóra

Ávarp: Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra

13:15-13:45 Reykingatengdir sjúkdómar, einn faraldur, allar sérgreinar læknisfræðinnar.

13:45-14:00 Tóbaksfíkn: Valgerður Rúnarsdóttir, læknir.

14:00-14:15 Hagfræði tóbaksnotkunar: Kristín Þorbjörnsdóttir, hagfræðingur.

14:15-14:30 Lyfja- og eiturefnafræði tóbaks: Magnús Jóhannsson, prófessor.

14:30-14:45 Reykingar, faraldur eða frjálst val?: Ástríður Stefánsdóttir, læknir og siðfræðingur. 

14:45-15:00 Kaffihlé. 

15:00-16:30 Vinnuhópar

16:30-17:00 Forsvarsmenn vinnuhópa kynna ályktanir þeirra. 

17:00          Tóbaksvarnaþingi slitið. Kristján G.Guðmundsson, læknir.

 

Ég er búinn að hafa samband við sumt af þessu fólki og fæ engin svör um hverjr kusu já eða nei Lýðræði á Íslandi my ass. Ég hvet alla til að hafa samband við þetta fólk og krefjast upplýsinga eins og að gerast í eðilegum lýðræðisríkkjum!

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 13:33

8 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ragnar: Það er einföld ástæða fyrir því að þetta er heimskuleg ályktun:

Þetta er tilbúningur á nýjum svörtum markaði og þessu kemur til með að fylgja stóraukin glæpatíðni.

Þegar eitthvað sem er ekki glæpur í raun er gert ólöglegt þá eru samt búnir til alvöru glæpamenn.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.9.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband